Tíu bankar falla á álagsprófi

SHANNON STAPLETON

Tíu af 19 stærstu bönkum Bandaríkjanna þurfa að afla sér viðbótarfjár sem nemur tæpum 75 milljörðum bandaríkjadala sem samsvarar 9.600 milljörðum íslenskra króna til að halda velli.

Þetta kemur fram í nýlegum álagsprófum sem gerð voru til þess meta hvort bankarnir hefðu nægilegt fjárhagslegt bolmagn til þess að takast á við efnahagslægðina ef hún skyldi dýpka enn frekar. Prófin voru gerð af bandaríska fjármálaeftirlitinu og starfsmönnum seðlabankans þar í landi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Bank of America er verst staddur, en hann þarf tæpar 34 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.400 milljarða íslenskra króna. Wells Fargo þarf tæpar 47 milljarða bandaríkjadala  GMAC, fjárhagslegur bakhjarl General Motors, þarf 11,5 milljarð bandaríkjadala. 

Í sumum tilvikum hafa bankarnir gefið vísbendingar um hvernig þeir hyggist bæta fjárhagsstöðu sína, m.a. með því að selja eignir fremur en að vera háðir auknum lánum frá hinu opinbera. 

Samtals eiga bankarnir 19 tvo þriðju allra eigna í bandaríska bankakerfinu og  rúmlega helming þess lánstraust sem bandarísk efnahagslíf býr yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert