Hugðust sprengja Sears turninn

Sears turninn í Chicaco
Sears turninn í Chicaco AP

Fimm karlmenn hafa verið sakfelldir í Miami í Bandaríkjunum fyrir að hafa ætlað að sprengja Sears turninn í Chicago í loft upp. Auk þess voru mennirnir sakfelldir fyrir að hafa skipulagt aðrar árásir á bandarísk skotmörk.

Saksóknarar segja að mennirnir hafi aðstoðað hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sem hafi ætlað að sprengja upp turninn og nokkrar stjórnarbyggingar.

Sjötti maðurinn var sýknaður af öllum ákæruliðum. Þetta eru þriðju réttarhöld mannanna sem voru handteknir árið 2006.

Kviðdómendur í fyrri málunum gátu ekki komið sér saman um það hvort um raunverulegt ráðabrugg hafi verið að ræða.

Í fyrri réttarhöldunum var sjöundi maðurinn sýknaður af öllum ákæruatriðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert