Múslímum mun fjölga mikið

Bænasamkoma múslíma í Bangladesh.
Bænasamkoma múslíma í Bangladesh. Reuters

Hlutur múslíma í íbúafjölda Evrópusambandsríkjanna 27 mun fjórfaldast úr einum tuttugasta nú í einn fimmta árið 2050, að því er fram kemur í nýrri rannsókn breska dagblaðsins Daily Telegraph. Aðflutningur múslíma og lág fæðingartíðni annarra trúarhópa er meginskýringin á hinni fyrirhuguðu aukningu. 

Segir í umfjöllun blaðsins að gögn bendi til að hlutfall múslíma verði jafnvel enn hærra mun fyrr í Bretlandi, Spáni og Hollandi.

Þýskaland er sem stendur fjölmennasta ríki Evrópu með ríflega 80 milljónir íbúa en ef fram heldur sem horfir verður Bretland orðið fjölmennasta ríki Evrópusambandsins árið 2060 með um 77 milljónir íbúa. 

Haft er eftir sérfræðingum að umræðu hafi skort um það hvernig taka eigi á hinni miklu fjölgun múslíma.

Breytt íbúasamsetning muni kalla á aðlögum ýmissar þjónustu sem hyggilegt sé að undirbúa í tíma áður en árekstrar geta orðið.

Nefnt er sem dæmi að árið 1998 hafi aðeins 3,2% íbúa Spánar verið fædd utan landsins, hlutfall sem komið var í 13,4% 2007. Þá hafi fjöldi múslíma í Evrópu tvöfaldast í Evrópu á síðustu 30 árum og muni tvöfaldast á ný fyrir 2015.

Dæmi er tekið frá Brussel þar sem sjö algengustu drengjanöfnin voru nýlega Mohamed, Adam, Rayan, Ayoub, Mehdi, Amine og Hamza.

Umfjöllun Daily Telegraph má nálgast hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert