Fátækir vestra nær 40 milljónir

Reuters

Í Bandaríkjunum eru nú 13,2 prósent þjóðarinnar skilgreind sem fátæk en fyrir tveimur árum var fjöldinn 12,5 prósent. Fátækum hefur fjölgað úr um 37,3 í  38,9 milljónir á tímabilinu. Fjöldi fátækra hefur ekki verið jafnmikill í ellefu ár, að því er greint er frá í Los Angeles Times.

Atvinnuleysið mælist nú 8,9 prósent en var í lok síðasta árs 5,8 prósent. Þrjár milljónir starfa hurfu í fyrra. Sérfræðingar telja að atvinnuleysi í Bandaríkjunum eigi eftir að aukast meira í ár og á næsta ári.

Alls misstu 600 þúsund Bandaríkjamenn heilsutryggingu í fyrra. Þeir sem eru án slíkrar tryggingar eru nú 46,3 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert