Fujimori fær fleiri ár

Alberto Fujimori
Alberto Fujimori Reuters

Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, sem nú afplánar 25 ára dóm fyrir mannréttindabrot var í dag úrkurðaður aukalega í sex ára fangelsi fyrir spillingu. Forsetinn fyrrverandi sagðist myndu áfrýja dómnum. Saksóknari sagði refsinguna of milda og að hann myndi einnig áfrýja dómnum. 

Við byrjun síðustu réttarhalda af fjórum fyrr í vikunni játaði Fujimori, sem er 71 árs, að hafa mútað stjórnarandstöðuþingmönnum, hlerað stjórnmálamenn og kaupsýslufólk. Fujimori sér nú fram á lífstíðarfangelsi en hefur auk þess verið dæmdur til að greiða sem nemur 8 milljónum dollara til ríkisins og eina milljón til þeirra 28 stjórnmálaleiðtoga og blaðamanna sem stjórn hans beindi spjótum sínum að. 

Fujimori var í embætti frá 1990-2000. Þegar upp hafði komist um spillinguna flúði hann til Japan frá Brúnei og sendi svo fax frá Tókíó til að tilkynna um afsögn sína. Árið 2005 flaug Fujimori til Chile á einkaþotu en var handtekinn þar. Hann var framseldur til Chile árið 2007. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert