Átök í Istanbúl

Tyrkneska óeirðalögreglan braut á bak aftur mótmæli gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Istanbúl í dag, annan daginn í röð. Grímuklæddir mótmælendur brutu rúður í verslunum og köstuðu grjóti að óeirðalögreglunni, að sögn vitna á staðnum.

Lögreglan beitti táragasi og sprautaði vatni á mótmælendur, en um þrjú hundruð manns tóku þátt í mótmælunum í dag. Samkvæmt frétt AFP voru flestir mótmælendanna vinstri sinnað ungt fólk og stjórnleysingjar.

Í myndskeiðinu er sýnt frá mótmælum í Istanbúl í gær en ekki hefur borist myndskeið frá mótmælum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert