Berlusconi „ofsóttasti maður sögunnar“

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi ALESSIA PIERDOMENICO

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur lýst sjálfum sér sem ofsótasta manni „í sögu heimsins og mannkynssögunni allri“. Hann sagði líka að sjálfur væri hann „besti forsætisráðherra sem hægt væri að finna í dag“.

Berlusconi var mikið niðri fyrir á tali sínu við blaðamenn í dag, tveimur dögum efti að hæstiréttur Ítalíu aflétti lagalegri friðhelgi hans á meðan hann gegnir embætti. Hann mismælti sig m.a. í hita augnabliksins þegar hann saðist hafa eytt milljónum evra í að borga undir „dómara“ en leiðrétti sig svo og sagði „lögfræðinga“.

Talið er líklegt að þar sem friðhelginni hafi verið létt bíði Berlusconifjöldi ákæra fyrir spillingu og mútur á næstu mánuðum. Hann hefur sjálfur lýst ásökununum á hendur sér sem „fölsum“ og „farsakenndum“ og segir að hann muni verja sig fyrir rétti og láta sækendurna líta út eins og fáráðlingar. 

Aðspurður hvort hann íhugi ekki að segja af sér embætti þar sem persónuleg og lagaleg vandamál hans skaði Ítalíu svaraði hann: „Hið gagnstæða er í raun satt. Að mínum dómi, og ekkibara mínum, þá er ég albesti forsætisráðherra sem hægt er að finna í dag. Ég sé ekkert vandamál gagnvart landinu, ríkisstjórninni eða sjálfum mér fyri utan að ég mun þurfa að taka mér smá tíma til að sinna málaferlum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert