SÞ viðurkenna kosningasvik í Afghanistan

Kai Ede, aðalfulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afghanistan, á blaðamannafundi í …
Kai Ede, aðalfulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afghanistan, á blaðamannafundi í dag Reuters

Æðsti sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afghanistan, Kai Eide, viðurkenndi í dag að „víðfeðm svik“ hefðu sett mark sitt á forsetakosningar landsins en hann neitaði jafnframt ásökunum um að hann hafi sjálfur reynt að breiða yfir sönnunargögn um kosningasvindlið. 

Traust almennings og umheimsins á kosningunum hrapaði eftir að bandaríski diplómatinn Peter Galbraith, sem var rekinn fyrr í þessum mánuði, setti fyrstu fram ásakanir um kosningasvindl. 

Galbrath hélt því jafnframt fram að Eide hefði brugðist með því að koma í veg fyrir að kosningastaðir væru settir upp á svæðum sem væru of hættuleg fyrir kosningaeftirlitsmenn að sækja og jafnframt með því að banna öðrum starfsmönnum að birta sönnunargögn frá kjördegi sem sýndu að raunverulegur fjöldi kjósenda væri mun minni en atkvæða. Eide bar af sér þær sakir í dag. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafa jafnframt lýsti yfir stuðningi sínum við störf hans. 

Stefnt er að því að lokaniðurstaða kosningannaog rannsókna um kosningasvik verði birt á næstu dögum en kosningarnar fóru fram í ágúst. Fjöldi vafasamra atkvæða gæti ráði úrslitum um það hvort önnur umferð kosninganna verður haldin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert