Búist við átakafundi í Brussel

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins,
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Reuters

Leiðtogafundur Evrópusambandsins hefst síðar í dag og er búist við að mestur tími fari í viðræður um loftlagsbreytingar og Lissabon-sáttmálann. Leiðtogar sambandsins munu reyna að jafna ágreining varðandi það hversu mikið fé hvert aðildarríki eigi að greiða til að að hjálpa þróunarríkjum í baráttunni við loftlagsbreytingar. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þar segir að Danir hafi lýst yfir efasemdum að bindandi samkomulag muni nást loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember.

Á fundinum, sem fer fram í Brussel í dag, verða ríkin einnig að ákveða hvað þau eigi að bjóða Tékklandi, svo Tékkar staðfesti Lissabon-sáttmálann.

Vaclav Klaus, forseti Tékklands, er eini leiðtogi ESB sem neitar að undirrita sáttmálann. Hann er þó sagður hafa fallist á að fara millileið Svía, sem ætlað er að koma til móts við þá kröfu hans að staðfesting sáttmálans muni ekki gera Súdeta-Þjóðverjum kleift að krefjast bóta frá tékkneska ríkinu.

Viðræðurnar standa yfir í tvo daga. Þá er búist við að leiðtogar ESB muni ræða hver muni verða forseti sambandsins. Alls eru 27 ríki í ESB og sameiginlegur íbúafjöldi er um 500.000 milljónir. Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, hafa verið orðaðir við starfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert