Tugir milljóna Bandaríkjamanna svelta

Leiðtogafundur um fæðuöryggi stendur nú yfir í Róm. Benedikt páfi …
Leiðtogafundur um fæðuöryggi stendur nú yfir í Róm. Benedikt páfi ávarpaði fundinn gegnum fjarfundabúnað. Reuters

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið áætlar, að um 50 milljónir Bandaríkjamanna eigi erfitt með að fæða sig vegna fátæktar. Á árinu 2008 hafi um 17 milljónir fjölskyldna, eða 14,6% af öllum fjölskyldum í Bandaríkjunum, átt í erfiðleikum með að sjá sér fyrir mat einhvern tímann á síðasta ári.

Fjölskyldum, sem eru við hungurmörk, hefur fjölgað um 4 milljónir frá árinu 2007. Börnum, sem sultu á síðasta ári fjölgaði einnig úr 700 þúsundum í 1 milljón. 

Skýrslan var lögð fram á leiðtogafundi um fæðuöryggi, sem nú stendur yfir í Róm á Ítalíu. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið segir, að tölurnar sem birtast í skýrslunni séu þær hæstu sem sést hafi frá því byrjað var að safna upplýsingum um fæðuöryggi í Bandaríkjunum árið 1995. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert