Bónusar í dönskum bönkum

Danske bank
Danske bank Danske bank

Þrátt fyrir örðugleika í bankarekstri halda danskir bankar áfram að borga myndarlega kaupauka, eða bónusa, til valinna starfsmanna sinna. Þetta heldur áfram þrátt fyrir að danska ríkið hafi þurft að lána bönkunum neyðarlán, að sögn fréttavefjarins business.dk.

Um tvö hundruð starfsmenn Handelsbanken mega eiga von á allt að tvöföldum kaupauka upp á eina milljón danskra króna (24,8 milljónir ÍKR) að meðaltali, að sögn Jyllands-Posten. Í stærsta banka Danmerkur, Danske Bank, mega starfsmenn í deildinni Danske Markets eiga von á að fá um 100 þúsund DKR (tæplega 2,5 milljónir ÍKR) aukalega.

Þá er von á bónusaveislu í Nordea bankanum, næst stærsta banka Danmerkur. Bankinn hefur lagt til hliðar 1,8 milljarða  DKR (44,5 milljarða ÍKR) sem deila á út sem kaupaukum. Þetta er um 45% hækkun á slíkum greiðslum frá því í fyrra. 

Bankarnir þrír skýra kaupaukana með uppsveiflu á fjármálamörkuðum.

Business.dk vitnar í sérfræðing sem telur að kaupaukar hafi átt þátt í að valda bankakreppunni í Danmörku. Þeirra vegna hafi nokkrir bankar verið allt of áhættusæknir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert