Feneyjar undir vatni

Ferðamenn sjást hér bera farangur í Feneyjum í morgun.
Ferðamenn sjást hér bera farangur í Feneyjum í morgun. Reuters

Feneyjar eru undir vatni en víða nær vatnshæðin 143 cm. Að sögn yfirvalda eru 56% borgarinnar undir vatni. Það hefur rignt mikið í borginni og þá er mjög hvasst. Þá hefur yfirborð sjávar hækkað mjög í Veneta lóni sem er umhverfis Feneyjar.

Klukkan fimm í morgun að staðartíma (kl. 4 í nótt að íslenskum) náði yfirborðið hæstu hæðum.

Borgarstarfsmenn hafa komið fyrir viðarpöllum á helstu göngugötum borgarinnar, líkt og venja er þegar það flæðir.

Yfirvöld telja að það verði ekki fyrr enn á jóladag sem flóðið taki að sjatna. Vatnsflaumurinn hefur ekki aðeins áhrif á borgarbúa því mörg þúsund ferðamenn eru í borginni yfir hátíðina.

Verstu flóð sem hafa sést í sögu Feneyja urðu 4. nóvember árið 1966, þegar vatnshæðin náði 1,94 metra hæð. Víða flæddi á Ítalíu það ár með alvarlegum afleiðingum.

Í mörg ár hafa Feneyingar glímt við ýmis vandamál sem tengjast sjávarhækkun.

Þessi verslunareigandi lagaði jólaljósin sem hann setti upp fyrir ofan …
Þessi verslunareigandi lagaði jólaljósin sem hann setti upp fyrir ofan verslun sína. Reuters
Það snjóaði mikið í borginni fyrir nokkrum dögum.
Það snjóaði mikið í borginni fyrir nokkrum dögum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert