Allt á kafi í Kína

Þessi herlögreglumaður stóð vaktina í snjókomunni á Torgi hins himneska …
Þessi herlögreglumaður stóð vaktina í snjókomunni á Torgi hins himneska friðar í Peking. Reuters

Það hefur snjóað mikið í Peking, höfuðborg Kína, með þeim afleiðingum að mörg þúsund farþegar komast hvorki lönd né strönd á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Það er óvenju rólegt á götum úti sökum veðurs, enda hafa margir haldið sig innandyra í kuldanum.

Búið er að aflýsa eða fresta 9 af hverjum 10 flugverðum á alþjóðaflugvellinum í Peking, sem er sá annasamasti í landinu. Um tíma var aðeins ein af þremur flugbrautum opin.

Flugvöllunum í borgunum Tianjin, Hohhot og Dalian var lokað um tíma.

Sömu sögu er að segja um færð á vegum, en mörgum þjóðvegum í Peking hefur verið lokað vegna mikillar snjókomu. Þá er búist við miklum frosthörkum.

Óttast er að matarverð muni hækka og verðbólgan aukast í kjölfar vetrarfærðarinnar, en það gerðist í nóvember sl. þegar það snjóaði mikið í norðurhluta Kína.

Lítið barn leikur sér í snjóum í Peking.
Lítið barn leikur sér í snjóum í Peking. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert