Handtekinn eftir sprengjuhótun

Karlmaður frá Kaliforníu var í dag handtekinn eftir að hann læsti sig inni á baðherbergi á flugvél á leið til Michigan og hótaði því að hann hefði sprengju í fórum sínum.

„Flugvélinni var lent án vandkvæða og allir farþegar sendir frá borði. Í framhaldinu var leitað í vélinni en ekkert fannst,“ segir í tilkynningu frá flugöryggismálayfirvöldum (TSA). Þar kemur einnig fram að verið sé að yfirheyra farþegann sem hafði í hótunum. Ekki er enn vitað hvað manninum gekk til.  Ekki kemur heldur fram hvernig starfsfólki flugvélarinnar tókst að handsama manninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert