Bernanke seðlabankastjóri

Bandaríska öldungadeildin samþykkti með 70 atkvæðum gegn 30 að Ben S. Bernanke verði seðlabankastjóri Bandaríkjanna annað kjörtímabil. Hann gegnir því áfram einu mikilvægasta embætti varðandi efnahagsmál Bandaríkjanna. 

Mikil óvissa ríkti í síðustu viku um hvort Bernanke yrði settur í embættið í fjögur ár til viðbótar. Jafn frjálshyggjumenn og íhaldssamir lýstu efasemdum um réttmæti þess að tilnefna mann sem hefði verið í ábyrgðarstöðu þegar versti efnahagssamdráttur áratugum saman brast á, að því er fréttavefur Washington Post greinir frá.

Meirihluti öldungadeildarinnar komst að þeirri niðurstöðu að róttækar aðgerðir Bernanke  til að sporna við efnahagssamdrættinum, sem margir töldu að hefði forðað frá djúpri kreppu, hafi bætt fyrir mistök sem gerð voru í reglusetningu af hálfu Bernankes og bandaríska seðlabankans.

Ben Bernanke verður áfram seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke verður áfram seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert