Hlutabréf lækkuðu á Wall Street

Miðlari í kauphöllinni á Wall Street.
Miðlari í kauphöllinni á Wall Street. Reuters

Hlutabréfaverð tók nokkra dýfu í dag á Wall Street. Ástæðan er rakin til uggs um að efnahagsbati verði hægari en vonast er til. Lækkunin í dag át upp hækkun sem fylgdi í kjölfar vísbendinga um að hagvöxtur hafi verið meiri í Bandaríkjunum á síðasta ársfjórðungi 2009 en búist hafði verið við.

Dow Jones féll um 0,52% en Standard & Poor's 500 lækkaði um 0,98%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert