Hell's Angels í framboð

Sænski Frelsisflokkurinn hefur náð að safna undirskriftum 1.500 stuðningsmanna, en þeirra er krafist til að hægt sé að stofna stjórnmálaflokk í Svíþjóð. Meðal stefnumála flokksins er að fækka lögreglumönnum og að vana barnaníðinga. Í flokksstjórninni sitja m.a. tveir félagar í Hell's Angels.

Huvudstadsbladet í Finnlandi segir frá nýja sænska stjórnmálaflokknum. Hann á rót að rekja til Facebook-hóps sem var stofnaður í október síðastliðnum. Meðal stuðningsmanna flokksins eru félagar í öðrum mótorhjólagengjum.

Flokkurinn lofar því að hann muni standa utan við hefðbundna flokkapólitík og standa vörð um „hina einstæðu smælingja og fólk sem er fótumtroðið“.

Þá hefur flokkurinn það á stefnuskrá að afnema brot við fíkniefnaneyslu og að leyfa konum að nota rafstuðtæki til sjálfsvarnar. Verði slíkar sjálfsverjur árásarmanninum að bana þá á ekki að refsa fyrir það, samkvæmt stefnuskránni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert