Öskuský yfir Svíþjóð

Norðurljós yfir Eyjafjallajökli.
Norðurljós yfir Eyjafjallajökli. Reuters

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að öskuskýið frá Eyjafjallajökli sé aftur komið yfir Svíþjóð. Skýið þekur meirihluta miðhluta landsins sem þýðir að flugtakmarkanir eru  á stóru svæði, þar á meðal Arlanda flugvellinum  í Stokkhólmi.

Meðal annarra flugvalla má nefna Örebro, Karlstad, Karlsborg, Borlänge, Torsby, Hagfors, Skavsta, Norrköping, Linköping, Västervik og Mora.

Þá nær skýið yfir hluta Noregs og Eystrasaltslandanna. Askan er það mikil að þeir sem hyggjast fljúga þurfa að fá sérstakt leyfi frá flugmálayfirvöldum. Þau segja að 16 félög hafi fengið grænt ljós í dag.

Öskuskýið færist hægt í austurátt. Ný öskuspá er væntanleg klukkan 12 að staðartíma í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert