Konur mótmæla á ný á Kúbu

Eiginkonur og mæður pólitískra fanga á Kúbu mótmæltu á ný í gær eftir að hafa fengið heimild fyrir mótmælagöngunni. Konurnar, sem mæta hvítklæddar í mótmælin, hafa ekki mótmælt í tvær vikur þar sem andstæðingar þeirra hafa komið í veg fyrir að þær fengju að ganga óáreittar en þær krefjast þess að menn þeirra og synir verði látnir lausir úr fangelsi.

Á vef BBC kemur fram erkibiskupinn í Havana, Jaime Ortega, hafi stillt til friðar á milli kvennanna og þeirra sem ekki eru sáttir við mótmæli þeirra. Hann segir að stjórnvöld hafi fyrir sitt leyti heimilað konunum að mótmæla eins og þær vilja í maímánuði. Eftir það verði ákvörðunin endurskoðuð.

Tólf konur tóku þátt í göngunni í gær.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert