Íhaldsmenn fengu 306 þingsæti

David Cameron formaður Íhaldsflokksins
David Cameron formaður Íhaldsflokksins Reuters

Íhaldsflokkurinn fékk 306 þingsæti í bresku þingkosningunum í gær. Var kosið um 649 þingsæti af 650 en kosningu var frestað í Thirsk og Malton þar til 27. maí vegna andláts eins frambjóðandans þar. Þetta þýðir að Íhaldsflokkurinn hefur bætt við sig 98 þingsætum en Gordon Brown, forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, styður það að David Cameron, formaður Íhaldsflokksins, hefji stjórnarmyndunarviðræður. Ætla Cameron og formaður Frjálslyndra demókrata, Nick Clegg, að hefja viðræður sem fyrst.

Verkamannaflokkurinn fékk 258 þingsæti og missti 92 sæti.  Frjálslyndir demókratar fengu 57 sem er fimm þingsætum færra heldur en í síðustu kosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert