Snúið við eftir sex tíma hringsól

Reuters

Askan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli heldur áfram að gera flugfarþegum grikk. Í dag þurfti þota sem var að fara frá Exeter á Bretlandi til Madeira að lenda í Exeter á ný, sex tímum síðar þar sem ekki var hægt að lenda á portúgölsku eyjunni út af ösku í háloftunum.

Vélin sem var á vegum Thomson ferðaskrifstofunnar var með um 160 farþega innanborðs. Breytti vélin í tvígang um stefnu áður en flugstjórinn gafst upp og sneri aftur til Bretlands þar sem vélin lenti eftir sex tíma flug, að því er segir á vef Times.

Flugbann gilti á einhverjum flugvöllum í suðurhluta Evrópu og Norður-Afríku í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert