Viðræðum hætt

Viðræðum Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata hefur verið hætt en frjálslyndir ræða enn við Íhaldsflokkinn, samkvæmt heimildum Sky. Þar kemur fram að viðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri.Hins vegar herma heimildir BBC að viðræðum hafi ekki verið slitið.

Eru vangaveltur um í breskum fjölmiðlum um  að Gordon Brown, formaður Verkamannaflokksins sé hættur sem forsætisráðherra en það hefur ekki fengist staðfest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert