Þúsundir manna mótmæltu í París fyrirætlunum þarlendra yfirvalda um að hækka eftirlaunaaldur um tvö ár.
Frakkar hafa alltaf kunnað að mótmæla og í dag, samhliða allsherjarverkfalli, þustu þúsundir Parísarbúa út á götur til að mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs.
Allt í allt fóru u.þ.b. 200 mótmælagöngur fram í Frakklandi í dag með þátttöku milljón manns. Breytingin á eftirlaunaaldri á að taka gildi 2018 en mótmælendur segja að hún muni koma verst niður á þeim fátækustu í samfélaginu.