Prestur dæmdur fyrir kynferðisglæpi

Frá Sidney, höfuðstað New South Wales.
Frá Sidney, höfuðstað New South Wales. Gaye Gerard

Kaþólskur prestur í Ástralíu hefur verið dæmdur í 19 ára og tíu daga fangelsi fyrir beita 25 unga drengi kynferðislegu ofbeldi í nær tvo áratugi. Fórnarlömb hans voru á aldrinum 5 til 16 ára gömul, en hann hefur verið í varðhaldi síðan árið 2008.

Presturinn, John Sidney Denham sem nú er 67 ára að aldri, viðurkenndi að vera sekur um fjölda kynferðisglæpa í kaþólskum barnaskólum í New South Wales á árunum 1968 til 1986. Hann sagðist fyrir rétti ekki skilja hvers vegna hann hefði gert þetta. Hann gæti aðeins beðist afsökunar.

Dómarinn í málinu, Helen Syme, sagði ofbeldið gegn börnunum hafa verið sérstaklega gróft og byggst á því að stuðla að ótta og siðleysi. Þá sagðist hún ekki sannfærð um að Denham sæi raunverulega eftir gerðum sínum.

Móðir eins af fórnarlömbum Denham sagði eftir að úrskurðurinn lá fyrir að Denham hefði eyðilagt heilu fjölskyldurnar og gagnrýndi kaþólsku kirkjuna í Ástralíu harðlega fyrir að hafa ekki gert neitt í málinu fyrr.

Denham þarf að sitja í fangelsi a.m.k. í 13 ár og tíu mánuði áður en hann getur sótt um reynslulausn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert