Sænskur ráðherra sakaður um kaup á kynlífsþjónustu

Sven Otto Littorin.
Sven Otto Littorin.

Sænska blaðið Aftonbladet segir, að hin raunverulega ástæða fyrir því að Sven Otto Littorin sagði af sér ráðherraembætti í vikunni hafi verið sú að blaðið hafði undir höndum upplýsingar um að hann hefði keypt kynlífsþjónustu fyrir fjórum árum en slíkt er ólöglegt í Svíþjóð. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra, segir að Littorin vísi þessu á bug. 

Littorin sagði af sér embætti atvinnumálaráðherra í vikunni og sagði ástæðuna þá, að hann ætti í harðvítugri forræðisdeilu við fyrrum eiginkonu sína. Fjölmiðlar hefðu fjallað um þá deilu vegna stöðu hans sem ráðherra og hann vildi vernda börn sín fyrir kastljósi fjölmiðla. 

Reinholdt ræddi við fjölmiðla í morgun um málið. Sagði hann að Littorin hefði haft samband við sig á þriðjudagskvöld og óskað eftir því að fá lausn frá ráðherraembætti.  Littorin hefði einnig sagt sér, að Aftonbladet hefði haft samband við sig og komið fram með ásakanir sem ekki væru sannleikanum samkvæmar. 

Aftonbladet birtir í dag viðtal við konu, sem segir að Littorin hafi keypt af henni kynlífsþjónustu fyrir fjórum árum. Konan, sem starfaði þá sem vændiskona, segir að Littorin hafi haft samband við hana gegnum netið og þau hafi síðan hist á hótelherbergi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert