Ígor nálgast Bermuda

Íbúar í Smith's Parish á Bermuda sjást hér negla fyrir …
Íbúar í Smith's Parish á Bermuda sjást hér negla fyrir glugga. Reuters

Forsætisráðherra Bermuda hefur gefið út viðvörun þess efnis að fellibylurinn Ígor, sem nálgast eyjuna, muni mögulega verða einn sá öflugasti sem hefur gengið þar yfir. Vindhraðinn mælist vera um 40 metrar á sekúndu að sögn bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar.

Ígor, sem er fyrsta stigs bylur, ferðast í norðvesturátt á um 5 km hraða á klst. Hann er nú um 400 km frá Bermuda. Veðurfræðingar spá því að hann muni hitta á eyjuna.

Íbúar hafa gripið til viðeigandi ráðstafana, m.a. neglt fyrir glugga og safnað birgðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert