Kókaín og kannabis í vatnsbóli

Leifar af kókíni og kannabis er á meðal þeirra fíkniefna …
Leifar af kókíni og kannabis er á meðal þeirra fíkniefna sem vísindamennirnir greindu í vatninu. Reuters

Spænskir vísindamenn hafa greint leifar af kókaíni og öðrum fíkniefnum í vatnsbóli í Albufera-votlendissvæðinu á austurhluta Spánar. Talið er mögulegt að vatnið sé það mengað að það bæði ógni heilsu almennings og dýra.

Vísindamenn við háskólann í Valencia rannsökuðu árfarvegi á svæðinu og greind þeir 14 tegundir fíkniefna. Þeir könnuðu sérstaklega hvort í vatninu væru að finna fíkniefnaleifar sem fólk skilar út úr líkamanum með þvagi.

Þeir segja að auk kókaíns þá hafi þeir greint leifar af amfetamíni, kódeini, morfíni og kannabis í grunnvatninu. Í hverjum lítra hafi verið á bilinu 0,06 - 78,78 nanógrömm af efnunum. Eitt nanógramm er einn milljarðasti úr grammi.

Rannsóknin, sem var birt í vísindaritinu  Analytical and Bioanalytical Chemistry, sýnir að mesta magnið hafi mælst í norðurhluta garðsins. Þar er mikið um losun úrgangsvatns auk þess sem svæðið er skammt frá byggð. Í nágrenninu eru m.a. iðnaðarhverfi og skemmtistaðir.

Til stendur að rannsaka málið betur en vísindamennirnir vara við því að efnin geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks og dýra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert