ESB höfðar mál gegn Frakklandi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að höfða mál gegn Frakklandi vegna brottvísunar sígauna úr landi. Yfirmaður dómsmála hjá ESB, Viviane Reding, segir málið sé höfðað vegna þess að Frakkar hafi brotið gegn ákvæði samnings um frjálst flæði íbúa á EES-svæðinu milli landa.

Sígaunar, öðru nafni róma-fólk, eru stærsti þjóðernisminnihlutahópur Evrópu og hafa verið beittir misrétti í mörgum löndum álfunnar. Sígaunar eru víða utangarðs í samfélaginu og njóta ekki sömu réttinda og aðrir hvað varðar húsnæði, atvinnu, heilsugæslu og menntun. 

Stjórnvöld í Frakklandi og framkvæmdastjórnin hafa deilt harkalega um málefni sígauna að undanförnu og fyrr í mánuðinum hótaði Reding Frökkum málssókn sem nú er orðin að veruleika.

„Mér blöskrar þetta ástand sem er til marks um að fólki sé vísað úr aðildarríki Evrópusambandsins vegna þess eins að það tilheyri ákveðnum minnihlutahópi,“ sagði Reding fyrr í mánuðinum. „Þetta er ástand sem ég hélt að við myndum ekki þurfa að horfa upp á eftir síðari heimsstyrjöldina.“


Sígaunar eiga erfitt uppdráttar í Frakklandi
Sígaunar eiga erfitt uppdráttar í Frakklandi Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert