Fíkniefnabarón skotinn til bana

Öryggissveitir skutu í gær til bana einn helsta leiðtoga glæpasamtaka Mexíkó í borginni Matamoros skammt frá landamærum Bandaríkjanna, samkvæmt upplýsingum frá her Mexíkó. Maðurinn sem ræðir gekk undir heitinu Tony Tormenta en hans rétta nafn er Ezequiel Cardenas Guillen.

Hann er bróðir fyrrum leitoga helsta fíkniefnasmyglhrings Mexíkó, Osiel Cardenas, sem var framseldur til Bandaríkjanna árið 2007.

Fjölmennt lið lögreglu og hers tóku þátt í skotbardaganum við Cardenas og fylgismenn hans í gærkvöldi og létust fleiri í bardaganum.

Cardenas, 48 ára, var eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og höfðu háar fjárhæðir verið settar til höfuðs honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert