Kauphlaupið hafið í Bandaríkjunum

Fjölmennt var á Times Square í dag þegar hin árlega …
Fjölmennt var á Times Square í dag þegar hin árlega ganga Macy's átti leið um Reuters

Það voru ekki allir sem borðuðu þakkargjörðarmáltíðina með fjölskyldunni í Bandaríkjunum í dag heldur ákváðu að eyða deginum frekar í búðum. Enda ekki allir sem leggja á sig örtröðina alls staðar á morgun þegar flestar verslanir bjóða viðskiptavinum upp á góðan afslátt á svo nefndum svörtum föstudegi.

Fjölmargir verslunareigendur ákváðu af hafa verslanir sínar opnar í dag þrátt fyrir þakkagjörðarhátíðina enda hefur víða verið hart í ári hjá verslunareigendum vestanhafs eftir að kreppan skall á og einkaneysla dróst mjög saman.

Ekki voru allir neytendur á eitt sáttir við þessa nýbreytni enda eyða flestir Bandaríkjamenn deginum með sínum nánustu.Meðal verslana sem voru opnar í dag eru: Sears, Kmart, Sports Authority, Gap, Old Navy og Banana Republic. Flestar þeirra buðu viðskiptavinum sínum 50% afslátt þannig að margir létu tilleiðast að skreppa í búðir í dag í stað þess að fylgja straumnum á morgun.

Frá New York í dag
Frá New York í dag Reuters
Margir létu tilleiðast og kíktu í búðir í dag
Margir létu tilleiðast og kíktu í búðir í dag Reuters
Á Times Square
Á Times Square Reuters
Kung Fu Panda í þakkargjörðargöngunni í New York
Kung Fu Panda í þakkargjörðargöngunni í New York Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert