„Stíflum allt dagurinn“ á Ítalíu

Stjórn Silvio Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, vill skera niður í menntamálum …
Stjórn Silvio Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, vill skera niður í menntamálum landsins. Reuters

Þúsundir ítalskra námsmanna hafa stíflað miðborg Rómar til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði í menntakerfinu. Síðar í dag verður kosið um tillögu hvort draga eigi úr fjárframlögum til háskóla þar í landi.

Nemendurnir eru ævareiðir yfir niðurskurðinum sem hljóðar upp á níu milljarða evra. Auk þess sem hundrað og þrjátíu þúsund starfsmenn menntakerfisins missa vinnu sína á næstu þremur árum ef tillagan verður samþykkt. 

Allt að fimmtíu þúsund námsmenn mynduðu fylkingar víðsvegar um landið í dag í því skyni að „lama“ samgöngur. Daginn kalla þeir „Stíflum allt dagurinn“

Ítalska óeirðarlögreglan lokaði öllum leiðum að fulltrúadeildinni, þar sem kosningin fer fram og hefur hún þurft að beina umferðinni annað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert