Jöklar bráðna hraðast í S-Ameríku

Talið er að jöklarnir í Himalaya fjöllum minnki um 10-15 …
Talið er að jöklarnir í Himalaya fjöllum minnki um 10-15 m á ári. Reuters

Jöklar Suður-Ameríku og Alaska bráðna hraðast allra jökla heimsins.  Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er athygli vakin á því að íbúar á þessum slóðum þurfi að aðlagast nýju umhverfi, í bókstaflegri merkingu.

Margir jöklar á láglendi gætu horfi á næstu áratugum og jöklar í Bandaríkjunum Kanada og á sjálfu Suðurskautslandinu verða þar ekki undanþegnir. Skýrslan var kynnt í Cancun í Mexíkó í gær.

Jöklar heimsins tóku að minnka fyrir um 150 árum en bráðna nú hraðar en nokkru sinni.

Bráðnun jökla hefur margvísleg áhrif samkvæmt skýrslunni, m.a. á hvar og hvenær rigning fellur. Þetta mun hafa áhrif á samfélög í námunda við jöklana.

Á meðan jöklar í ákveðnum heimshlutum hafa minnkað hefur aukin úrkoma í öðrum heimshlutum stækkað jökla, m.a. í vesturhluta Noregs og á eyjum við Nýja Sjáland, segir í skýrslunni.

Skýrsluhöfundar telja að áhrif bráðnunar á nærsvæði jökla víða í heiminum séu þegar mikil, bráðnað jökulvatnið myndi stöðuvötn með ísstíflum sem svo bresti með tilheyrandi flóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert