Með Alzheimer í forsetastóli

Ronald Reagan.
Ronald Reagan.

Sonur Ronalds Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, segir í nýútkominni ævisögu föður síns, að hann hafi verið með Alzheimer sjúkdóminn á meðan hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna.

Fimm árum eftir að Reagan yfirgaf Hvíta húsið var staðfest að hann þjáðist af sjúkdómnum, en hann mun hafa sýnt ýmis merki um hann á meðan hann sat á forsetastóli.

Sonurinn, sem heitir Ron Reagan, segir í bók sinni „100 ára ártíð föður míns“ að hann hefði tekið eftir Alzheimereinkennum hjá föður sínum þegar hann hafði gegnt embættinu í þrjú ár.

Hann segist hafa orðið greinilega var við það í kappræðum forsetans við mótframbjóðanda sinn, Walter Mondale árið 1984.

Þann 6. febrúar næstkomandi eru 100 ár liðin frá fæðingu Ronalds Reagan. Hann lést árið 2004.

Stofnun, sem kennd er við Reagan, neitar því harðlega að hann hafi verið kominn með sjúkdóminn á meðan hann var enn í Hvíta húsinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert