Hef aldrei kysst svona marga

Fólk á Tahrir-torgi fagnar sigri.
Fólk á Tahrir-torgi fagnar sigri. Reuters

„Ég held að ég hafi aldrei kysst eins marga og í dag,“ segir einn mótmælenda á Tahrir-torgi sem fagnar með mótmælendum að Hosni Mubarak hafi sagt af sér forsetaembætti.

Fögnuður mótmælenda er einlægur, en þeir hafa krafist þess í 18 daga að forsetinn segði af sér.

Wael Ghonim, framkvæmdastjóri hjá Google í Egyptalandi, sem átti stóran þátt í að hrinda mótmælunum af stað í gegnum Facebook skrifaði þetta á Twitter: „Hinar sönnu hetjur þessarar baráttu eru ungir mótmælendur á Tahrir-torgi og Egyptaland.“

Mohamed ElBaradei, annar af leiðtogum mótmælenda, sagði í samtali við Associated Press. „Þetta er besti dagur lífs míns.“

 Mohammed Hussein Tantawi varnarmálaráðherra virðist vera maðurinn sem nú fer með æðstu völd í landinu. Hann er 75 ára gamall og hefur verið foringi í hernum í áratugi. Hann tók við embætti varnarmálaráðherra um síðustu mánaðamót þegar Mubarak endurskipulagði stjórn landsins.

Mikil óvissa ríkir hins vegar um hvað gerist næst í Egyptalandi. Ekkert er t.d. vitað um stöðu varaforsetans, Omar Suleiman.

Mohammed Hussein Tantawi varnarmálaráðherra
Mohammed Hussein Tantawi varnarmálaráðherra Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert