Utanríkisráðherra Frakklands ætlar að segja af sér

Michele Alliot-Marie, utanríkisráðherra Frakklands.
Michele Alliot-Marie, utanríkisráðherra Frakklands. Reuters

Michele Alliot-Marie, utanríkisráðherra Frakklands, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að ferðast til Túnis í boði kaupsýslumanns sem var náinn fyrrverandi forseta landsins.

Búist er við að tilkynnt verði opinberlega um afsögn Alliot-Marie eftir að hún kemur úr ferð til Kúveit. Ráðherrann hefur verið gagnrýnd harðlega bæði frá hægri og vinstri. Hún hefur barist með kjafti og klóm fyrir að halda embættinu en fjölmiðlar fullyrða Sarkozy forseti telji stöðu hennar vonlausa.

Alliot-Marie fór tvívegis í frí til Túnis þegar uppreisnin hófst í landinu og ferðaðist þá í einkaþotu í eigu kaupsýslumanns sem sagt er að hafi tengsl við Ben Ali, fráfarandi einræðisherra landsins.

François Fillon, forsætisráðherra Frakkalands, hefur einnig viðurkennt að ferð sem hann og fjölskylda hans fóru til Egyptalands um síðustu jól hafi verið í boði Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta landsins. Fillon og fjölskylda hans flaug í flugvél í eigu forsetaembættisins og gisti á kostnað Mubarak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert