Hröktu hermenn Gaddafis á brott

Léttvopnaðir íbúar Líbíu við borgina Ajdabiya, sem er stutt frá …
Léttvopnaðir íbúar Líbíu við borgina Ajdabiya, sem er stutt frá Brega. Reuters

Uppreisnarmenn í bænum Brega í Líbíu hafa hrundið gagnárás hermanna Múammars Gaddafis, einræðisherra Líbíu, á borgina. Fréttamaður BBC í borginni segir að engir hermenn Gaddafis séu í borginni. A.m.k. fjórir féllu í átökum um borgina í dag, en gerðar voru loftárásir á hana.

Brega er í austurhluta Líbíu þar sem uppreisnarmenn hafa haft öll völd í um tvær vikur. Stjórnarhermenn fóru til borgarinnar á um 100 herbílum í morgun og tóku m.a. flugvöll borgarinnar. Harðir bardagar voru í kringum háskólann, en svo virðist sem hermenn Gaddafis hafi dregið sig til baka.

BBC segir að léttvopnaðir íbúar borgarinnar séu afar stolltir af því að hafa hrakið hermennina á brott, en ekki sé ljóst hvort hermennirnir hafi gefist upp á að halda völdum í borginni eða hvort þeir kunni að snúa aftur. BBC segir að miðað við hversu uppreinsnarmenn séu illa vopnaðar flögri sú hugsun að hvort stjórnarhermenn taki þátt í bardögum með hálfum huga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert