Ástandið alvarlegt en stöðugt

Fukushima-kjarnorkuverið.
Fukushima-kjarnorkuverið. Reuters

Ástandið í Fukushima-kjarnorkuverinu í Japan hefur ekki versnað „verulega“ á síðustu 24 klukkustundum að sögn Graham Andrew, sérfræðings hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni. Þrátt fyrir það segist hann ekki bjartsýnn.

„Ástandið er enn grafalvarlegt. En það hefur ekki versnað að ráði frá síðustu aðgerðum okkar,“ sagði Andrew í samtali við fréttamenn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert