Pútín gagnrýnir bandarísk yfirvöld

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands.
Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Reuters

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, gagnrýnir aukna hernaðaríhlutun Bandaríkjanna um heim allan. Hann segir að bandarísk stjórnvöld séu samviskulaus og að það sé engin skynsemi í aðgerðum þeirra.

„Það hversu auðvelt það var hægt að taka ákvörðun um að beita valdi, veldur mér áhyggjum,“ hafa rússneskar fréttastofur eftir Pútín, sem vísar til hernaðaraðgerðanna í Líbíu.

„Nú er komið að Líbíu,“ segir hann og vísar til að þess að Bandaríkjaher hefur farið inn í fyrrum Júgóslavíu, Afganista og Írak.

„Þetta er allt undir því yfirskyni að verið sé að vernda friðsama saklausa borgara. Hvar er skynsemin, hvar er samviskan? Hvorugt er til staðar,“ segir Pútín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert