Stuðningsmenn Gaddafis umkringdu Ban Ki-moon

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. Reuters

Um 50 stuðningsmenn Muammer Gaddafi, leiðtoga Líbíu, umkringdu Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á Tahrir togi í Kaíró í dag og neyddu hann til að hörfa inn í höfuðstöðvar Arababandalagsins.

Ki-moon var á leið til fundar við Essam Sharaf, forsætisráðherra Egyptlands, en hópur mótmælenda kallaði til hans, „Niður með Bandaríkin - Líbía - Líbía.“ Um 50 mótmælendur umkringdu Ki-moon og flýttur öryggisverðir sér til að koma honum í öruggt skjól inn í höfuðstöðvum Arabandalagsins.

Ban Ki-moon hvatti í dag leiðtoga Arababandalagsins til að sýna samstöðu með aðgerðum Nató í Líbíu, en bandalagið hefur gagnrýnt þær. Áður en loftárásirnar hófust hafði Arababandalagið hvatt til flugbannsins yfir Líbíu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert