Uppreisnarmenn vinna sigra

Uppreisnarmenn í Líbíu hafa endurheimt borgina Brega úr höndum líbanska hersins.  Fyrr í dag náðu þeir olíuborginni Ajdabiya á sitt vald.

Uppreisnarmenn misstu yfirráð yfir borgunum eftir að hermenn Gaddafi hófu gagnsókn. Loftárásir Vesturlanda hafa hins vegar lamað flugher landsins og einnig hafa verið gerðar loftárásir á skriðdreka og flutningalestir. Þetta hefur gert uppreisnarmönnum fært að sækja fram að nýju.

Harðir bardagar hafa verið um borgina Misrata í vesturhluta landsins. Líbíski herinn hefur gert eldflaugaárásir á andstæðinga Gaddafi í borginni. Þeir segja að hlé hafi verið gert á árásunum þegar flugvélar Vesturlanda flugu yfir svæðið. Greinilegt sé að herinn þori ekki að skjóta af ótta við að flugvélarnar gerir árás.

Frakkar segjast hafa eyðilagt fimm herflugvélar og tvær þyrlur líbíska hersins skammt frá Misrata í dag. Mjög hart hefur verið barist við Misrata síðustu daga og hafa miklar sprengingar verið í og við borgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert