Loftárásir gerðar á Sirte

Belgísk F-16 herþota á flugi. Mynd úr safni.
Belgísk F-16 herþota á flugi. Mynd úr safni. Reuters

Herþotur NATO gerðu í dag loftárás á Sirte, fæðingarbæ Múammars Gaddafis leiðtoga Líbíu. Þetta segir JANA, ríkisfréttastofa landsins,  og talar um árásir „nýlendukrossfaranna“, þ.e. Vesturveldanna.

Um 120.000 íbúar búa í hafnarborginni Sirte, sem er um 360 km austur af höfðuborginni Trípólí.

JANA segier að einnig hafi verið gerðar árásir á bæinn Al-Aziziya sem er suður af höfuðborginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert