Fidel mætti á flokksþingið

Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, kom óvænt í heimsókn á flokksþing kommúnistaflokks landsins í dag, sama dag og hann sagði af sér embætti aðalritara flokksins og Raúl bróðir hans, sem nú er forseti, tók við.

Fidel Castro, sem er 84 ára, hafði verið leiðtogi flokksins frá stofnun eða í 46 ár. 

Vonast hafði verið til, að endurnýjun yrði í forustu flokksins og því olli það nokkrum vonbrigðum þegar Raúl Castro tilkynnti, að José  Ramon Machado Ventura, áttræður samverkamaður hans, yrði næstráðandi. Þá var Ramiro Valdes, 78 ára varaforseti Kúbu, útnefndur í þriðja valdamesta embættið.

Nokkrir yngri menn voru þó kosnir í stjórnmálaráð flokksins.   

Fidel Castro var ákaft fagnað þegar hann var leiddur upp á svið í ráðstefnuhöll í Havana og margir feldu tár.

Castro hefur oft komið fram opinberlega eftir að heilsa hans batnaði sl. sumar en  bræðurnir sjást sjaldan saman. 

Bræðurnir Fidel og Raúl Castro á flokksþinginu í dag.
Bræðurnir Fidel og Raúl Castro á flokksþinginu í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert