Að minnsta kosti tveir létust og tugir eru slasaðir eftir að öflugir hvirfilbylir fóru yfir Oklahoma fylki í miðvesturríkjum Bandaríkjanna seint í gærkvöldi.
Hvirfilbylirnir snertu jörð skammt undan höfuðborg fylkisins, Oklahoma City.
Miklar skemmdir urðu af völdum byljanna, bílar og aðrir lausamunir köstuðust til, gas lekur víða og ríkisstjóri Oklahoma, Mary Fallin, hvetur fólk til að halda sig innandyra, helst neðanjarðar, sé þess kostur.
„Þetta eru hættulegir tímar,“ sagði Fallin í yfirlýsingu.
Talið er að allt að 1500 manns sé saknað á hamfarasvæðunum í miðríkjum Bandaríkjanna.