Gaddafi riðar til falls

Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri Nató.
Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri Nató. THIERRY ROGE

Nató er að ná markmiðum sínum í Líbíu og stjórn Muammar Gaddafi riðar til falls. Þetta sagði  Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Nató, við blaðamenn, en hann er staddur í Búlgaríu.

Nató hefur staðið fyrir loftárásum á Líbíu undanfarna daga, en markmið þeirra er að þrýsta á Gaddafi að fara frá völdum. Hann hefur hins vegar þrjóskast við.

„Við erum að ná markmiðum okkar í Líbíu. Okkur hefur tekist að draga úr möguleikum Gaddafi á að drepa landa sína,“ sagði Rasmussen. „Ógnarstjórn Gaddafi er að fara frá. Hann er einangraður bæði heima fyrir og erlendis. Meira segja nánustu stuðningsmenn hans eru að segja af sér eða flýja.“

Rasmussen sagði að loftárásum á Líbíu yrði haldið áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert