Uppstokkun í grísku ríkisstjórninni

Forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, hefur gert breytingar á ríkisstjórn sinni í þeirri von að það auðveldi honum að koma í gegn óvinsælum breytum í efnahagsmálum landsins líkt og Evrópusambandið hefur krafist af honum.

Evangelos Venizelos er nýr fjármálaráðherra Grikklands en hann var áður varnarmálaráðherra landsins. Hann tekur við af George Papaconstantinou sem tekur við umhverfisráðuneytinu.

Grikkir hafa mótmælt harðlega að undanförnu fyrirhuguðum niðurskurðaráæltunum stjórnvalda og hafa átök brotist út í höfuðborg landsins Aþenu.

Þrátt fyrir 110 milljarða evra neyðarlán sem ESB veitti ásamt AGS fyrir ríflega ári er talið að grísk stjórnvöld þurfi um 80 milljarða til viðbótar til þess að getað fleytt sér fram yfir næsta ár, en upphaflegar áætlanir í tengslum við fyrsta lánið gerðu ráð fyrir að gríska ríkið gæti fjármagnað sig óstutt á næsta ári.
Evangelos Venizelos
Evangelos Venizelos Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert