Kjarnorkuver í Rússlandi standast ekki öryggiskröfur

Kjarnorkuver Rússlands í nálægð við Noreg standast ekki öryggiskröfur ef …
Kjarnorkuver Rússlands í nálægð við Noreg standast ekki öryggiskröfur ef til náttúruhamfara kemur. AP

Fulltrúar rússneska kjarnorkustofnunarinnar Rosatom hafa viðurkennt að kjarnorkuverin í Rússlandi séu alveg óhæf til að takast á við náttúruhamfarir í líkingu við jarðskjálftann í Japan. 

Búið er því að staðfesta að ástæða er fyrir Norðmenn að hafa áhyggjur að þeim kjarnorkuverum sem eru í nálægð við Noreg. 

Skýrsla frá Rosatom stofnuninni hefur verið afhend Dmitry Medvedev forseta þar sem taldir eru upp 31 gallar er lúta að öryggi í kjarnorkuverum. Kjarnorkuverin myndu ekki standast náttúruhamfarir.   Kjarnorkuverin sem eru næst Noregi, Kola og Leningrad eru sérstaklega hættuleg.   Skortur er á mannauð með hæfni í öryggismálum kjarnorkuvera.   Nils Bohmer kjarneðlisfræðingur í Bellona sagði í samtali við Aftenposten að hann væri í áfalli vegna niðurstöðu skýrslunnar.  Norska ríkisstjórnin hefur brugðist við og samkvæmt fjölmiðlinum Aftenbladet, þá mun Erik Lahnstein í utanríkisráðuneytinu beita sér fyrir því að fullnægjandi skýrsla verði afhent alþjóðlegu Kjarnorkustofnuninni (International Atomic Energy Agency) sem fyrst.  Segir hann að skýrslan staðfesti að Rússar verði að loka elstu kjarnorkuverum sínum eins fljótt og hægt er. 
 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert