Vilja leyfa sölu á gamalli matvöru

Matvöruverslun. Mynd úr myndasafni.
Matvöruverslun. Mynd úr myndasafni.

Matvæleftirlitið í Danmörku vill heimila verslunum að selja matvörur sem eru komnar fram yfir síðasta söludag. Núna eru reglurnar þannig, að séu vörurnar komnar fram yfir þá dagsetningu, þá hverfa þær úr hillum verslananna. Það er sóun á matvöru, að mati eftirlitsins.

Frá þessu var sagt í fréttatíma dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í kvöld.

Að mati Matvælaeftirlitsins ógnar það ekki heilsu manna að neyta matvæla sem eru komin fram yfir síðasta söludag, en ekki er þó ráðlagt að borða nautahakk eða kjúklinga sem eru með útrunna dagsetningu.

„Við viljum takmarka sóun á matvöru,“ sagði talsmaður Matvælaeftirlitsins, Nina Læssø Jakobsen, í samtali við TV2.

Neytendaráð landsins er ekki sérlega hrifið af þessum tillögum.

Frétt TV2

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert