Minntust látinna með þögn

Íbúar á Norðurlöndum sameinuðust í þögn í eina mínútu nú klukkan 10 þar sem fórnarlamba fjöldamorðingjans, Anders Behring Breivik, var minnst. Yfir 90 létust í árásunum.

Forsætisráðherra Noregs og norska konungsfjölskyldan tóku þátt í minningarathöfn í Háskólanum í Ósló og er alls staðar flaggað í hálfa stöng.

Þúsundir komu saman fyrir utan háskólann þar sem bæði Jens Stoltenberg og Haraldur Noregskonungur rituðu nöfn sín minningarbók vegna atburðanna á föstudag.

Meðal þeirra sem tóku þátt í þagnarstundinni voru starfsmenn Evrópusambandsins. Á daglegum blaðamannafundi framkvæmdastjórnar ESB bað Maria Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál hjá framkvæmdastjórninni, viðstadda að taka þátt í minningarstundinni.

Breivik mætir fyrir dómara klukkan 11 og þar verður krafist átta vikna gæsluvarðhalds yfir honum. Jafnframt fer ríkissaksóknari fram á að réttarhöldin verði lokuð en Breivik hefur farið fram á að þau fari fram fyrir opnum tjöldum.

Norska þjóðin er harmi slegin vegna fjöldamorðanna
Norska þjóðin er harmi slegin vegna fjöldamorðanna Reuters
Norðmenn minntust fórnarlambanna með einnar mínútu þögn að hádegi þar …
Norðmenn minntust fórnarlambanna með einnar mínútu þögn að hádegi þar í landi Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert