Brosnan á móti hvalveiðum Íslendinga

Leikarinn Pierce Brosnan telur að refsa eigi Íslendingum.
Leikarinn Pierce Brosnan telur að refsa eigi Íslendingum. Reuters

Leikarinn Pierce Brosnan biður Obama Bandaríkjaforseta að beita Íslendinga refsiaðgerðum svo að hvalveiðum verði hætt hið fyrsta.

Brosnan gagnrýnir harðlega hvalveiðar Íslendinga í bréfi sem birt er á  vefsíðunni Seattlepi.  

Telur hann að Íslendingar verði að gjalda þess í eitt skipti fyrir öll að hafa slátrað hvölum með ómannúðlegum og ólöglegum hætti. 

Hann vekur athygli á formlegri yfirlýsingu viðskiptaráðs Bandaríkjanna um að Íslendingar brjóti gegn alþjóðlegu veiðibanni á hvölum í hagnaðarskyni. 

Obama forseti þurfi því að ákveða hvort að beita eigi Íslendinga refsiaðgerðum. 

Segir Brosnan að Íslendingar hafi slátrað allt að 480 hvölum og hafi flutt út hvalkjöt til Japans, Noregs og Lettlands fyrir milljónir dala á síðustu tveimur árum. 

Hann óskar eftir því að Obama setji viðskiptabann  á íslenskar innflutningsvörur í refsiskyni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert