Vilja skemmdarvarga af bótum

Búðargluggi brennur í borginni Manchester í gærkvöldi.
Búðargluggi brennur í borginni Manchester í gærkvöldi. Reuters

Áskorun á bresk stjórnvöld um að taka óeirðaseggi og skemmdarverkamenn af félagslegum bótum fær mikinn stuðning í Bretlandi Hægt er að skrifa undir yfirlýsinguna á vefsíðu nokkurri og hrundi hún í dag vegna mikillar umferðar.

Vefsíðan er á vegum hins opinbera.

Yfir 78.000 manns hafa lýst yfir stuðningi við þessa hugmynd. Fái hún stuðning 100.000 Breta fer ferli af stað, sem gæti endað með lagaheimild þessa efnis.

„Enginn skattgreiðandi ætti að þurfa að sjá fyrir fólki sem eyðileggur eignir annarra, stelur frá samfélaginu og sýnir þjóðinni óvirðingu; þjóðinni sem hefur þetta fólk á framfæri,“ segir í áskoruninni.

Frá þessu segir á vefsíðu dagblaðsins The London Evening Standard. Þar segir talsmaður atvinnutrygginga í Bretlandi að séu bótaþegar fundnir sekir um glæpi og séu hnepptir í fangelsi, missi þeir bætur sínar.

Frétt The London Evening Standard


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert